Dagsetningar Meistaramóts GR 2020

Dagsetningar Meistaramóts GR 2020

Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur 2020 verður leikið dagana 5. – 11. júlí. Meistaramótið er án efa stærsti viðburður hvers árs í mótahaldi hjá klúbbnum og stendur yfir í 7 daga þar sem keppt er í öllum flokkum. Keppt er í þriggja daga keppni annars vegar sem er leikin frá sunnudegi til þriðjudags og hins vegar fjögurra daga keppni sem hefst á miðvikudegi og lýkur á laugardegi. Meistaramóti lýkur svo að venju með glæsilegu lokahófi og verðlaunaafhendingu laugardagskvöldið 11. júlí sem auglýst verður þegar nær dregur Meistaramótsviku. 

Þátttakendur í Meistaramóti hafa verið allt frá 400-600 og er því mikið um að vera á völlum og í klúbbhúsum félagsins á mótsdögum. Frosti B. Eiðsson ljósmyndari hefur haldið vel utan um myndefni á vefsíðunni golfmyndir.is en þar geta félagsmenn skoðað myndir frá Meistaramóti og öðrum viðburðum félagsins í gegnum árin.

Skráning og frekari upplýsingar um Meistaramót verður auglýst þegar nær dregur og verður hægt að fylgjast með öllu efni því tengdu á undirsíðunni Meistaramót GR

Golfklúbbur Reykjavíkur hvetur alla félagsmenn til þátttöku í Meistaramóti 2020!

Til baka í yfirlit