Dagsetningar Meistarmóts GR 2018

Dagsetningar Meistarmóts GR 2018

Nú er vinna við mótaskrá Golfklúbbs Reykjavíkur langt á veg komin og hafa dagsetningar fyrir Meistaramót GR 2018 verið ákveðnar en það mun fara fram dagana 8. – 14. júlí. Um er að ræða aðra viku júlímánaðar en undanfarin ár hefur Meistarmót verið haldið í fyrstu vikuna í júlí.

Nánari upplýsingar um Meistaramót og önnur mót verða birt þegar nær dregur vorinu en félagsmönnum er óhætt að taka dagana frá og byrja að undirbúa sveifluna fyrir Meistaramót GR 2018.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit