Aðalfundur SÍGÍ var haldinn þann 28. febrúar síðastliðinn og var Darren Farley, vallarstjóri Grafarholts, valinn golfvallarstjóri ársins 2019. Vallarstjórar ársins eru kosnir af félögum SÍGÍ og var Sigmundur Pétur Ástþórsson hjá FH var valinn knattspyrnuvallarstjóri ársins.
SÍGÍ eru samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi. Markmið SÍGÍ eru að viðhalda og bæta gæði golf- og íþróttavalla hérlendis.
Framkvæmdarstjóri, stjórn og starfsfólk klúbbsins óskar okkar manni, Darren Farley, kærlega til hamingju með útnefninguna.
Hér má sjá viðtal við Darren sem birtist í 2019 útgáfu Kylfings
Áfram GR!