David Barnwell valinn PGA kennari ársins 2018

David Barnwell valinn PGA kennari ársins 2018

David George Barnwell var valinn PGA kennari ársins 2018. David var í hópi sjö golfkennara sem tilnefndir voru en PGA á Íslandi stóð fyrir kosningu meðal félagsmanna.

David Barnwell hefur starfað sem Yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Reykjavíkur í fjölda ára og gert góða hluti með nokkrum af efnilegustu kylfingum landsins.

„Þvílíkur heiður að vera ykkar kennari ársins,“ sagði Barnwell á Facebook síðu sinni. „Mig langar bara að þakka öllum PGA kennurunum sem kusu mig sem kennara ársins 2018 og á sama tíma óska hinum 7 kennurunum til hamingju með tilnefninguna. Að sjálfsögðu eiga Snorri Páll Ólafsson og Ingi Rúnar Gíslason viðurkenninguna jafn mikið skilið. Þvílíkt teymi sem þetta var.“

PGA kennarar ársins 2007-2018:
2007 Árni Jónsson
2008 Staffan Johannson
2009 Arnar Már Ólafsson
2010 Brynjar Eldon Geirsson
2011 Derrick Moore
2012 Sigurpáll Geir Sveinsson
2013 Magnús Birgisson
2014 Heiðar Davíð Bragason
2015 Derrick Moore
2016 Derrick Moore
2017 Derrick Moore
2018 David George Barnwell

David er vel að viðurkenningunni kominn, við erum gríðarlega stolt af okkar manni og óskum við honum innilega til hamingju!

Til baka í yfirlit