Dómarahornið: 14. hola Korpu

Dómarahornið: 14. hola Korpu

Kæru kylfingar,

Vallarmerkingarnefnd GR hefur gert nokkrar stórvægilegar breytingar á merkingum Korpunnar fyrir leiktímabilið 2020, sú önnur sem við tölum um í þessum pósti er 14. holan, sem er á Ánni, það eru tvær megin breytingar, nú er allt svæðið við holuna nema teigarnir og brautin sem er rauðmerkt og svæðið sem er hægramegin við brautin er nú orðið rauð/hvítt sem er vítasvæði sem bannað er að slá innan.

Ef kylfingar enda innan vítasvæðisins, sem er þá í raunin allt svæðið nema teigarnir og brautin þá mega kylfingar fara á fallreit sem er brautarmegin við vítasvæðið.

Ef bolti leikmanns flýgur yfir brautina og endar svo innan vítasvæðis mega kylfingar einnig taka víti þar sem boltinn skar síðast línuna við vítasvæðið, og búa til lausnarsvæði sem eru 2 kylfulengdir frá þeim punkti sem boltinn skar síðast línuna.

Ef bolti leikmanns endar innan rauð/hvíta svæðisins, hægramegin við brautina, þarf kylfingurinn að taka víti þar sem boltinn skar síðast línuna eða fara á fallreit.  Það má alls EKKI slá boltann þrátt fyrir að finnast innan þessa svæðis, það má heldur ekki leita að boltanum innan þessa svæðis, það myndi kallast leiktöf, en ef boltinn sést og auðvelt er að ná í hann, þá er leyfilegt að ná í hann.

Nú mun fallreiturinn vera færður til og verður ekki endilega vinstramegin, heldur gæti hann verið hægramegin, þannig að vallarstarfsmenn geta hvílt svæði og séð til þess að fallreiturinn verða sem bestur hverju sinni.

Megin ástæða þessarar breytingar eru að taka af allan vafa hvort leikmenn megi fara á fallreit eða ekki.

Ef menn vilja fá ítarlegri upplýsingar um þessa breytingu er best að vera í sambandi við yfirdómara GR í gegnum tölvupóstinn domari@grgolf.is

Til baka í yfirlit