Dómarahornið: 18. hola Korpu

Dómarahornið: 18. hola Korpu

Vallarmerkingarnefnd GR hefur gert nokkrar stórvægilegar breytingar á merkingum Korpunnar fyrir leiktímabilið 2020, sú þriðja og síðasta sem við tölum um í bili er 18. holan, sem er á Ánni, það eru tvær megin breytingar, nú hefur vítasvæðið, svæðið við ána verið stækkað og fallreiturinn færður og er nú teig megin við ána, hin breytingin er við skálann og blóma/trjá beðið við flötina.

Ef kylfingar enda innan vítasvæðisins við ána mega þeir fara á fallreit sem núna er teig megin við ána og er gamli rauði teigurinn, sjá svartan hring á myndinni.

Ef bolti leikmanns flýgur yfir brautina og endar svo innan vítasvæðis, vinstramegin við brautina mega kylfingar einnig taka víti þar sem boltinn skar síðast línuna við vítasvæðið, og búa til lausnarsvæði sem eru 2 kylfulengdir frá þeim punkti sem boltinn skar síðast línuna.

Hin breytingin er við skálann og blóma/trjábeðið sem við  og fyrir aftan 18. flötina, nú er enginn vafi á því að menn fá alltaf frílausn frá þessu svæði og verða að fara á fallreit sem við hliðina á 10. teignum, merktur svartur á myndinni.  Athugið að þetta svæði verður ekki merkt sem blá/hvítt, heldur stendur þetta í staðarreglum, merkingar á myndinni eru aðeins til upplýsinga.

Ef bolti leikmanns endar í blóma/trjábeði og væri hugsanlega hægt að slá hann, þá er það núna bannað og leikmenn verða að fara á fallreitinn.  Þetta er gert til að hlífa okkar fallega gróðri sem verið er að byggja upp.

Ef menn vilja fá ítarlegri upplýsingar um þessa breytingu er best að vera í sambandi við yfirdómara GR í gegnum tölvupóstinn domari@grgolf.is

Til baka í yfirlit