Dómarahornið: 2. hola Korpu

Dómarahornið: 2. hola Korpu

Kæru kylfingar,

Vallarmerkingarnefnd GR hefur gert nokkrar stórvægilegar breytingar á merkingum Korpunnar fyrir leiktímabiðlið 2020, sú fyrsta sem við tölum um í þessum pósti er 2. Holan, sem er á Sjónum, og er seinnihluti holunnar, þar hafa hvítar merkingar breyst í rauðor og rauð/hvítar merkingar, það merkir rautt vítasvæði og merkt með hvítum toppi sem merkir að það er bannsvæði. Merkingin er komin nær brautinni og er uppá kantinum, þannig að kylfingar losna við mölina sem er við ána.

Ef bolti leikmanns endar rauð/hvíta svæðisins, þarf kylfingurinn að taka víti þar sem boltinn skar síðast línuna við vítasvæðið og hefur tvær kylfulengdir frá þeim stað til að útbúa sér lausnarsvæði.  Ef boltinn fer inní vítasvæðið fyrir aftan flötina, gæti lausnarsvæðið verið mjög lítið þar sem lausnarsvæðið má vera 2 kylfulengdir frá þeim stað sem boltinn skar línuna, en ekki nær holu.

Það má alls EKKI slá boltann þrátt fyrir að finnast innan þess svæðis, það má heldur ekki leita að boltanum innan þessa svæðis, það myndi kallast leiktöf, en ef boltinn sést og auðvelt er að ná í hann, þá er það leyfilegt.

Nokkrar ástæður eru fyrir þessari breytingu og má þar helst nefna öryggisatriði þannig að kylfingar eru ekki að koma sér í hættulega stöðu og slá boltann við mjög skrítnar og erfiðar aðstæður, flýta leik og að virða tilvist veiðimanna og ekki að trufla laxinn sem er í ánni.

Ef menn vilja fá ítarlegri upplýsingar um þessa breytingu er best að vera í sambandi við yfirdómara GR í gegnum tölvupóstinn domari@grgolf.is

Til baka í yfirlit