Dómarahornið: fyrirspurn frá félagsmanni

Dómarahornið: fyrirspurn frá félagsmanni

Ef félagsmenn hafa einhverjar spurningar varðandi leik og leikreglur á golfvellinum er hægt að senda fyrirspurn á yfirdómara klúbbsins, Aron Hauksson, í gegnum netfangið domari@grgolf.is - eftirfarandi fyrirspurn barst okkur og birtum við hana hér öðrum félagsmönnum og kylfingum til gagns.

Fyrirspurn:
Á 27. braut lenti ég í glompu hægra megin við flötina.  Ég gekk að boltanum og sló hann eins og hann lá. Þá tók ég eftir því að glompan var blá merkt.  Þá tók ég ákvörðun um að ég ætti rétt á að endurtaka höggið, og lét boltann falla við hlið glompunnar , ekki nær holu. Að leik loknum og þegar ég var búin að reikna punktana, var ég með 38 punkta. Ég fékk mikla bakþanka um hvort ég hefði gert rétt. Ég vil ekki hafa rangt við og mun því draga mig út úr mótinu ef ég gerði vitleysu.

Svar dómara:
Takk fyrir fyrirspurnina.

Þegar eru blá svæði (grund í aðgerð) þá má fá vítalausa lausn úr því svæði sem er þá stysta leið úr svæðinu þar sem engin truflun er á stöðu eða sveiflu og búa sér til lausnarsvæði sem er þá ein kylfulengd frá miðviðunarpunkti, þetta má gera áður en slegið er í bláa svæðinu.

Hinsvegar má einnig slá innan blárra svæði (nema þegar svæðið er lýst bannsvæði), og ef slegið er innan svæðisins þá er sá bolti í leik og kylfingar hafa þá engan rétt á að afturkalla höggið og taka vítalausu lausnina.

Í þínu tilfelli er hægt að segja að þú hafir viljað endurtaka síðasta högg gegn fjarlægðarvíti, (svipað og ef boltinn er týndur), en þar sem síðasta högg var leikið innan blás svæðis máttu nýta þér vítalausu lausnina í seinna högginu,  þar sem þetta er fjarlægðarvíti sem þú ert að nýta þér þá er það 1 víti + bæði höggin telja, það merkir þá að ef þetta var 4. höggið þitt sem þú slóst úr glompunni að þá færðu eitt víti + slærð nýtt högg og er því 6. höggið sem þú ert að slá fyrir utan glompuna.

Eða til að einfalda þetta, þarft að bæta við 2 höggum við skorið þitt á þessari holu, sem er þá eitt víti + seinna höggið utan glompunnar, eða þar sem þetta er punktakeppni, að draga 2 punkta frá þessari holu.

Réttast hefði verið hjá þér að ljúka holunni með báðum boltunum og látið dómarann svo meta hvort er rétt, þá hefði ég metið það að boltinn sleginn í glompunni hefði átt að telja.

Þú þarft ekki að draga þig úr keppninni, þarft hinsvegar að lækka punktastöðuna um 2 punkta á þessari holu, en ef þú fékkst aðeins 1 punkt á holunni þá lækkar heildar skorið aðeins um 1p.

Nú er það komið í nýju reglurnar að ef þú bakar þér víti sem þú veist ekki af, en ert samt búin að skila inn skorkorti þá má leiðrétta skorið eftirá.

Til baka í yfirlit