Draumagolf heldur golfnámskeið í október. Hvert námskeið er fjórir tímar og verða kenndir tveir tímar í viku, tvær vikur í senn. Kennsla fer fram í Básum og á Korpunni þar sem farið verður yfir stutta spilið.
Námskeiðin verða kennd á þriðjudögum og fimmtudögum á eftirfarandi tímum:
- 18:00 - 19:00
- 19:00 - 20:00
- 20:00 - 21:00
Kennari námskeiðsins er Halli Þórðar og er verð pr. námskeið kr. 20.000.
Skráningar fara fram hjá Nonna í síma 899-0769 eða í gegnum netfangið jon@draumagolf.is