ECCO-púttmótaröðin 2020: Staðan eftir 5. umferð

ECCO-púttmótaröðin 2020: Staðan eftir 5. umferð

Hinn ástsæli alþjóðagolfdómari Nick Cathcart-Jones er hástökkvari vikunnar, lék best allra í gær á 53 höggum, fór úr 64. sæti í það átjánda. Geri aðrir betur.

Nick fær að sjálfsögðu tímann vinsæla hjá Viggó í Golfklúbbnum í Holtagörðum.

Lið nr. 9 lék best allra liða í 5. umferð á 109 höggum og fóru úr 9. sæti í það fjórða.

Eins og sjá má á töflunni er baráttan hörð um sigurinn en hafa ber það í huga að það er ekki fyrr en eftir 7. umferð sem málin fara að skýrast því þá fara verstu skorin að detta út þannig að þetta er engan veginn búið eins og dæmin sanna. Munið að 6 bestu umferðirnar telja.  

Ég er sérstaklega rogginn af gerð vallarins í gær enda naut ég aðstoðar atvinnumannsins Haraldar Franklín við gerð hans. Ég er ekki frá því að ég hafi toppað mig þarna. Hitt verður að segjast eins og er að langar brautir valda alltaf töfum en það er gjaldið sem greiða þarf ef völlurinn á að vera fjölbreyttur og skemmtilegur eins og í gær.

En hvað um það, mætum hressir næsta fimmtudag á allt öðru vísi völl. 

Annars bara kátur.

Hér má sjá stöðu liða og einstaklinga eftir 5. umferð - 05-umf.xlsx

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
S:898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit