ECCO púttmótaröðin, 3. umferð - Sæmundur Páls bestur á 55 höggum

ECCO púttmótaröðin, 3. umferð - Sæmundur Páls bestur á 55 höggum

Sæmundur Pálsson kom sjóðheitur frá Bandaríkjunum og spilaði best á 55 höggum. Það er greinilegt að Korpuloftið er svipað og bestu flatir vestan hafs. Annars var þetta svona ósköp rólegt kvöld og lítið um flugeldasýningar.

Eins og mönnum ætti að vera kunnugt er alltaf valið lið vikunnar sem fær 6000 kr. upp í spilamennsku í hermi hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum. Umsjónarmanni er falið að draga út lið vikunnar sem og hann gerði samviskusamlega og fyrstir upp úr pottinum kom lið nr. 7, þeir eru frekar áberandi þessa dagana, en þeir voru verðlaunahafar síðustu viku og þá var dregið aftur, því ekkert lið vinnur tvisvar, og kom þá upp lið nr. 32. (Jóhannes, Jón, Matthías og Þórður). Til hamingju með það drengir.

Nú er komið nýtt Excel-skjal, sem á ekki að geta klikkað, fyrstu tveir fliparnir eru einstakl. og liðin í stafrófs- og númeraröð en hinir tveir sýna stöðuna hverju sinni.

Enn og aftur: Ef þið eruð ekki með pening fyrir bjórnum þá er bara að skrifa nafnið sitt á miða og úttektina og borga næst eða þar næst.

Annars bara kátur.

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 3. umferð.

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

03 umferð - mótaröð karla 2018.pdf

03 umferð.xlsx

Til baka í yfirlit