ECCO Púttmótaröðin - spennandi lokaumferð framundan

ECCO Púttmótaröðin - spennandi lokaumferð framundan

Það kom í ljós að lokinni 9. umferð að maður síðustu þriggja umferða er Jóhann Sigurðsson úr liði 26. Hann hefur skotist upp listann úr 15. sæti í það 9. og þaðan í 2. sætið eftir átta umferðir. Og nú að lokinni 9. umferð kominn í það efsta – ég sem hélt að flísarinn væri alveg með þetta, en það er öðru nær. Ragnar Ólafsson er skammt undan og ekki búinn að segja sitt síðasta, ef ég þekki hann rétt. Það verður því öskrandi spenna í einstaklingskeppninni í lokaumferðinni.

Það vakti athygli að leikmenn besta liðsins fram að þessu léku eins og byrjendur og til að bæta gráu ofan á svart hvíldi sá er best lék. Þetta kemur væntanlega ekki að sök þar sem þeir eru með nokkuð öruggir sigurvegarar í liðakeppninni.

Ég skrapp til sýslumannsins og dró út lið vikunnar og upp kom lið nr. 35. Það lið skipa þeir Gunnbjörn, Markús, Páll og Vilhjálmur og eiga þeir 6000 kr. upp í hermi hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum – til hamingju með það piltar.

Lokaumferðin er fimmtudaginn 22. mars – já, á fimmtudaginn næsta!

Rástímar verða þannig að efstu 8 liðin mæta um kl. 19 og efsta liðið fer af stað um kl. 19:30. Annars er best að menn haldi sínum tímum en mæti þó ekki seinna en um kl. 19. Verð að biðja nátthrafnana í liði 52 að taka það til athugunnar þar sem þeir eru ekki að þessu sinni meðal þeirra bestu. Annars fer þetta bara eins og það fer.

Endilega látið mig vita ef fyrirsjáanlegt er að þið komist ekki í lokapartýið. Það auðveldar mér alla skipulagningu.

Verðlaunaafhendingin, sem er fyrir alla, hefst um leið og úrslit liggja fyrir. Það eru ekki einungis þeir sem ná einhverjum sætum sem fá verðlaun heldur verður eitthvað af vinningum fyrir þá sem voru ekki alveg eins góðir og hinir. Verðlaunaskráin er ekki klár ennþá frekar en fyrri daginn en það verður eitthvað spennandi – ég trúi bara ekki öðru.

Sem sagt: Þeir sem eru búnir að pútta um miðjan dag fara bara heim, horfa á fréttirnar sem dæmi, koma svo galvaskir í partýið um kl. 20 til að rabba við félagana, fylgjast með þeim bestu og hugsanlega hirða upp einhverja vinninga þegar þar að kemur. Til að fá verðlaun verða menn að vera með í partýinu.

Boðið verður uppá léttar veitingar eins og undanfarin ár, þó ekki bjór sem verður til sölu á 500 kallinn eins og verið hefur.

Þá held ég að allt sé komið fram sem þarf að koma fram en ef það eru einhverjar spurningar varðandi lokakvöldið þá er bara að hafa samband hvenær sem er.

Nokkrir leikmenn mótaraðarinnar hafa gefið mér flotta vinninga, til að gleðja ykkur hina, og færi ég þeim mínar bestu þakkir.

Svo höfum við bara gaman af þessu öllu saman.

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 9. umferð í ECCO-púttmótaröðinni.

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

09 umferð.xlsx
09 umferð.pdf

Til baka í yfirlit