ECCO púttmótaröðin – Staðan eftir 4. umferð

ECCO púttmótaröðin – Staðan eftir 4. umferð

Glæsileg skor litu dagsins ljós í gærkveldi en þó ekkert eins og hjá Þorfinni Hannessyni sem lék á 51 höggi, 21 holu á einu höggi af 36 !!! Það er þokkalegt en þó ekki met eins og kemur fram í næstu málsgrein.

Besta skor sem hefur litið dagsins ljós á púttmótaröðinni frá upphafi, svo því sé haldið til haga, á Kristján Ólafsson, 49 högg og Jón Þór Einarsson og Ragnar Ólafsson 50 högg. Kristján Ólafsson er ekki með að þessu sinni upptekinn að stjórna Golfklúbbnum í Holtagörðum. Jón Þór og Ragnar léku báðir mjög vel í gær, ótrúlega góðir púttarar.

Eins og mönnum ætti nú að vera kunnugt er alltaf valið lið vikunnar sem fær 6000 kr. upp í spilamennsku í hermi hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum. Umsjónarmanni er falið að draga út lið vikunnar sem og hann gerði og upp kom lið nr. 55 (Gunni, Dóri, Júlli og Steindór). Til hamingju með það drengir.

Nú er tímamót á púttmótaröðinni því nú fara menn að henda út hringjum, því það telja bara sex af tíu. Það er því ljóst að sýna þar fulla einbeitingu í næstu umferðum, hafið það í huga.

Annars bara kátur.

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 4. umferð.

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

04 umferð.pdf

04 umferð.xlsx

Til baka í yfirlit