ECCO- púttmótaröðin – Staðan eftir 7. umferð

ECCO- púttmótaröðin – Staðan eftir 7. umferð

Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir og mér sýnist Kristmundur og félagar hans í liði 13 séu komnir með aðra hönd á bikarinn og flísalagningarmeistarinn Jón Þór í sama liði er með nokkuð örugga forystu í keppni einstaklinga. En þetta er svo sem ekki búið og nú verða allir að sýna sínar bestu hliðar.

Menn kvöldsins voru Arnar Unnarsson í liði 18 á 51 pútti og á 52 púttum Guðmundur Þorri Jóhannesson í liði 13.

Lið nr. 65 er lið vikunar að þessu sinni, Ásgeir, Elliði, Gunnar og Sigurjón, og eiga þeir 6000 kr. upp í hermi hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum – til hamingju með það piltar.

Fyrir nokkru gleymdi einhver hönskunum sínum og í gær varð pútter viðskila við eigandann. Þetta er í öruggri gæslu fram á næsta fimmtudag.

GR-fatnaður
Næsta fimmtudag verður GR-merktur fatnaður frá Footjoy á til sýnis og mátunar frá kl. 18:00. Þeir sem panta fatnað fá hann á sérstöku tilboðsverði og munar þar talsverðu. Fatnaðurinn verður svo afhentur við opnun valla GR í vor.

Annars bara kátur.

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 7. umferð.

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

07 umferð.pdf

07 umferð.xlsx

Til baka í yfirlit