ECCO púttmótaröðin – Staðan eftir 8. umferð

ECCO púttmótaröðin – Staðan eftir 8. umferð

Það er ljóst að þetta var erfiðasti völlurinn í vetur sem sést vel á skorinu. Þó var einn sem lét það ekki á sig fá, Jóhann Sigurðsson, sem lék á 53 púttum.

Lið nr. 16 er lið vikunar að þessu sinni, Daníel, Geir, Hrólfur og Oddur, og eiga þeir 6000 kr. upp í hermi hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum – til hamingju með það piltar.

Nú eru aðeins tvær umferðir eftir, þeas. Næsta fimmtudag og ljúkum þessu fimmtudaginn 22. mars. Verið með það alveg á hreinu.

Lokakvöldið
verður með hefðbundnu sniði. Léttar veitingar á boðstólnum og verðlaunaafhending í lokin. Nánar um það í næstu viku.

Ekki láta deigan síga þó að þið séuð ekki í efstu sætunum því dregið verður úr einhverjum „skorkortum“ eins og sagt er og þá eiga þeir séns sem ekki ná verðlaunasæti í þetta sinn.

Þeir sem ekki komast á lokakvöldið eru vinsamlega beðnir um að láta mig vita, það auðveldar mér alla skipulagningu.

Verðlaun
Nokkrir félagar hafa boðið mér verðlaun fyrir lokakvöldið og er það æðislegt. Ef einhverjir fleiri eru í þeirri aðstöðu að geta gaukað að mér einhverjum verðlaunum þá er það vel þegið og gerir það að verkum að fleiri fái einhvern glaðning en ella. Ég er þó ekki að grenja neitt í ykkur, bara ef þetta liggur vel við höggi.

GR-fatnaður!
Þeir sem gátu ekki ákveðið sig í gær, eða voru ekki með konuna, verður GR-merktur fatnaður frá Footjoy á til sýnis og mátunar næsta sunnudag 11. mars frá kl. 11-15 og þriðjudaginn 13. mars frá kl. 18-20. Fatnaðurinn verður svo afhentur við opnun valla GR í vor.

Annars bara kátur.

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 8. umferð.

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

08 umferð.pdf
08 umferð.xlsx

Til baka í yfirlit