Eftirlitsmenn óskast til starfa á völlum GR fyrir komandi tímabil

Eftirlitsmenn óskast til starfa á völlum GR fyrir komandi tímabil

Golfklúbbur Reykjavíkur auglýsir lausar stöður eftirlitsmanna á völlum félagsins fyrir komandi golftímabil, ráðning er 5 mánuðir frá maí til september. Klúbburinn rekur tvo golfvelli á höfuðborgarsvæðinu, Grafarholtsvöll og Korpúlfsstaðavöll. Í Grafarholti er 18 holu golfvöllur ásamt Grafarkoti sem er 6 holu æfingavöllur.  Á Korpúlfsstöðum er 27 holu golfvöllur ásamt Thorsvelli, 9 holu æfingavöllur.

Á síðasta ári voru leiknir rúmlega 150 þúsund golfhringir á völlum félagsins og krefst slík umferð góðrar umhirðu og eftirlits. Helstu verkefni eftirlitsmanna eru:

  • Móttaka kylfinga sem mæta til leiks
  • Þjónusta við félagsmenn og aðra gesti
  • Eftirlit með umgengni á völlum
  • Eftirlit með leik og leikhraða á völlum
  • Gæta að almennu hreinlæti við klúbbhús og á völlum
  • Umsjón með afhendingu og móttöku golfbíla
  • Önnur tilfallandi störf

Leitað er eftir jákvæðum einstaklingum sem búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og ríkri þjónustulund. Stundvísi, samviskusemi og ábyrgð eru einnig kostir sem leitað er eftir. Æskilegt er að umsækjendur hafa einhverja þekkingu á golfíþróttinni og hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um.

Umsóknir skulu berast á netfangið dora@grgolf.is fyrir 25. apríl.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit