Eimskipsbikarinn – liðakeppni GR 2017

Eimskipsbikarinn – liðakeppni GR 2017

Liðakeppni GR var haldin í fyrsta skipti á síðasta ári og sigraðir golfhópurinn GoldBond eftir stórskemmtilegan úrslitaleik við A lið Torfunnar, en Torfan var með tvö lið í keppninni í fyrra. Ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn og mun liðakeppnin í ár heita Eimskipsbikarinn – liðakeppni GR. Eins og nafnið bendir til þá verður Eimskip styrktaraðili keppninnar.

Liðakeppni er keppni á milli golfhópa og er um útsláttarkeppni að ræða. Keppnin er fyrir alla klúbbmeðlimi 19 ára og eldri, þannig að karlahópar, kvennahópar eða blönduð lið eru velkomin og hvött til þess að vera með. Leikið er með fullri forgjöf.

Vegleg verðlaun verða í boði Eimskips og verða liðsmenn í tveimur efstu sætum verðlaunaðir. Sigurliðið fær farandbikar til varðveislu í eitt ár og nafnbótina Bikarmeistarar GR. Glæsilegt lokahóf mun síðan vera haldið eftir úrslitaleikinn sem fer fram á Korpúlfsstaðavelli laugardaginn 26. ágúst.

Allt að 10 keppendur geta verið í hverju liði en þó taka aðeins fjórir keppendur þátt í hverri umferð. Eitt þátttökugjald, kr. 8.000, er greitt fyrir hvern hóp. Golfhópar geta sent fleiri en eitt lið til keppni, en þau verða að heita sitt hvoru nafninu. Hver leikmaður má aðeins keppa fyrir eitt lið.

Dregið verður um hvaða lið mætast í fyrstu umferð. Samhliða verður birt tafla sem sýnir framgang keppninnar og þá einnig hvaða lið mætast í framhaldinu.

Leikirnir fara fram á Korpúlfstaðavelli og eins og áður segir leika fjórir keppendur fyrir hvort lið í hverri umferð. Hver viðureign samanstendur af tveimur tvímenningsleikjum og einum fjórmenningsleik, en þetta er hliðstætt við leikfyrirkomulag í sveitakeppni golfklúbba. Leiknar eru 9 holur í hverri viðureign.

Í úrslitaleik keppninnar mætast tvö bestu liðin og þá leika 8 keppendur í hvoru liði og 18 holur leiknar í hverri viðureign.

Mótsstjóri keppnarinnar verður Atli Þór Þorvaldsson og forstöðumaður Ólafur William Hand.

Skráning í liðakeppnina hefst strax í næstu viku og stendur til 15. maí. Skráning liða fer fram á atli@grgolf.is – í skráningu þarf að koma fram nafn liðs, liðsstjóra, netfang og símanúmer liðsstjóra og nöfn liðsmanna.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Eimskip

Til baka í yfirlit