Eimskipsbikarinn – liðakeppni GR 2017

Eimskipsbikarinn – liðakeppni GR 2017

Nú er skráningu í Eimskipsbikarinn – liðakeppni GR 2017, gaman er að segja frá því að aukning var á skráningu liða á milli ára og hafa nú 16 lið skráð sig til leiks.

Liðakeppni er keppni á milli golfhópa og er um útsláttarkeppni að ræða. Keppnin er fyrir alla klúbbmeðlimi 19 ára og eldri, þannig að karlahópar, kvennahópar eða blönduð lið eru velkomin og hvött til þess að vera með. Leikið er með fullri forgjöf.

Vegleg verðlaun verða í boði Eimskips og verða liðsmenn í tveimur efstu sætum verðlaunaðir. Sigurliðið fær farandbikar til varðveislu í eitt ár og nafnbótina Bikarmeistarar GR. Glæsilegt lokahóf mun síðan vera haldið eftir úrslitaleikinn sem kynntur verður síðar.

Dregið hefur verið um hvaða lið mætast í fyrstu umferð:

Heldrimannafjelagið - Faxar
FORE B - Brassarnir
BÓBÓ - Elítan Senior
Torfan - Kötlur
FORE A - Leeds-ararnir
Pörupiltar - Elítan Junior
GoldBond - naloH
Nafnlausa Golffélagið - Hola í höggi

Leikirnir fara fram á Korpúlfstaðarvelli og koma liðin sér saman um leikdag. Fyrsta umferð þarf að vera leikin fyrir laugardaginn 01. júlí. Hver viðureign samanstendur af tveimur tvímenningsleikjum og einum fjórmenningsleik, en þetta er hliðstætt við leikfyrirkomulag í sveitakeppni golfklúbba. Leiknar eru 9 holur í hverri viðureign.

Þátttökugjald kr. 8.000 er greitt fyrir hvern hóp og eru liðin beðin um að millifæra þátttökugjaldið inn á reikning klúbbsins 0113-26-105, kt. 580169-7409 og senda staðfestingu á greiðslu á dora@grgolf.is með skýringu liðakeppni.


Mótsstjóri keppnarinnar er Atli Þór Þorvaldsson.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Eimskip

Til baka í yfirlit