Eimskipsbikarinn – liðakeppni GR: Elítan er liðameistari 2018

Eimskipsbikarinn – liðakeppni GR: Elítan er liðameistari 2018

Í sumar fór Liðakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur fram þriðja árið í röð. Keppnin fór fyrst fram árið 2016 og var það lið Goldbond sem bar sigur úr býtum þá, árið var það svo lið Faxa sem hafði sigur. Úrslitaleikur 2018 fór fram á laugardag, 29. september og mættust þar Elítan og Fore A, þar sem Elítan hafði betur og er því liðameistari GR árið 2018.

Keppnin hefur staðið í allt sumar og hófst með riðlakeppni, en þar fengu öll liðin að minnsta kosti þrjá leiki í keppninni. Það voru síðan 8 lið sem komust áfram úr riðlakeppninni í útsláttarkeppnina

Í átta liða úrslitum léku Brassarnir, naloH2, Goldbond, Elítan, Fore B, Faxar, Fore A og Ásar. Í undanúrslitum léku naloH2 gegn Elítunni og félagarnir í Fore A og B mættust.

Við óskum Elítunni til hamingju með sigurinn og þökkum öllum liðunum fyrir þátttökuna í sumar.

Að lokum færum við sérstakar þakkir til Eimskips fyrir að vera styrktaraðili keppninnar og fyrir ánægjulegt samstarf í sumar.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit