Eimskipsmótaröðin: góð skor á fyrsta hring Securitasmótsins sem leikinn var á Grafarholtsvelli í dag

Eimskipsmótaröðin: góð skor á fyrsta hring Securitasmótsins sem leikinn var á Grafarholtsvelli í dag

Það er mikil spenna sem ríkir á Securitasmótinu þar sem keppt er um GR-bikarinn á Eimskipsmótaröðinni. Góð skor voru á fyrsta hringnum í blíðviðrinu á Grafarholtsvelli í dag. Mótið er jafnframt lokamót Eimskipsmótaraðarinnar 2017-2018.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) er efstur í karlaflokki á -4 og Helga Kristín Einarsdóttir (GK) lék á -3. Rúnar Arnórsson úr Keili lék á -3 og er ekki langt á eftir Guðmundi. Sex kylfingar eru jafnir í 3.-8. sæti og þar á meðal er Axel Bóasson, GK á -1.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keili, er sjö höggum á eftir Helgu.

Mótið hófst fimmtudaginn 23. ágúst og fer það fram á Grafarholtsvelli. Stigahæstu keppendur Eimskipsmótaraðarinnar 2017-2018 eru með keppnisrétt á þessu móti.

Myndir frá mótinu eru hér

Staða efstu kylfinga í karlaflokki eftir 1. keppnisdag:

1 - Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 67 högg (-4)
2 - Rúnar Arnórsson, GK 68 högg (-3)
3.-8. Hákon Örn Magnússon, GR 70 högg (-1)
3.-8. Andri Þór Björnsson, GR 70 högg (-1)
3.-8. Andri Már Óskarsson, GHR 70 högg (-1)
3.-8. Ólafur Björn Loftsson, GKG 70 högg (-1)
3.-8. Kristófer Orri Þórðarson, GKG 70 högg (-1)
3.-8. Axel Bóasson, GK 70 högg (-1)
9.-11. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 71 högg (par)
9.-11.Ingvar Andri Magnússon, GKG 71 högg (par)
9.-11.Kristján Þór Einarsson, GM 71 högg (par)

 

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki eftir 1. keppnisdag:

1 - Helga Kristín Einarsdóttir, GK 68 högg (-3)
2 - Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 75 högg (+4)
3.-4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 77 högg (+6)
3.-4. Berglind Björnsdóttir, GR 77 högg (+6)
5.-7. Heiða Guðnadóttir GM 78 högg (+7)
5.-7. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 78 högg (+7)
5.-7. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 78 högg (+7)

Verðlaunin er glæsileg á þessu móti.  Atvinnukylfingar á borð við Íslandsmeistarana Axel Bóasson úr GK og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur gætu fengið allt að 750.000. kr í sinn hlut.

Til þess þurfa þau að sigra á Securitasmótinu og landa stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni samhliða sigrinum í GR-bikarinnar.

Ef áhugakylfingur sigrar í karla – eða kvennaflokki fær hann 70.000 kr. í sinn hlut.

Atvinnukylfingar geta fengið 250.000 kr. fyrir sigurinn á Securitasmótinu – GR-bikarinn.

Stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018 fá 250.000 í sinn hlut ef þau eru atvinnukylfingar en áhugakylfingar fá 70.000 kr. gjafakort.

Uppfærðir stigalistar eftir 1. keppnisdaginn á Securitasmótinu má sjá hér. 

 

Til baka í yfirlit