Arnar Snær Hákonarson PGA golfkennari mun bjóða upp á einkaþjálfun í golfi fyrir einstaklinga og pör (2 saman) í vetur. Kennsla fer fram í Básum, Grafarholti og innanhúss á Korpúlfsstöðum (Möguleiki er einnig á kennslu í golfhermi sem kostar aukalega, látið vita ef þið viljið nánari upplýsingar).
Hvernig virkar kennslan?
Fastir tímar aðra hverja viku frá 1.nóv 2021 til 16.maí 2022 (Enginn kennsla frá 20.des til 3.jan)
Tímar í boði: 11:00-13:00 & 17:00-22:00 á virkum dögum og 10:00-12:00 um helgar.
Fyrir hverja er þetta?
- Alla sem vilja æfa sig markvisst með kennara yfir veturinn
- Þá sem hafa áhuga á að læra meira inn á sveifluna sína og tækni í golfi
- Þá sem vilja fá meiri gæði í æfingar og ná betri árangri á vellinum
Tveir æfingarpakkar eru í boði:
Bíbí (Einstaklings)
- 12 x 30 mín einkatímar með kennara
- Fastir tímar aðra hverja viku frá 1. nóv 2021 til 10. apríl 2022
- Vídeógreining
- Æfingarplan
Verð kr. 48.990 (fullt verð kr. 72.000)
Örn (Para/2saman)
- 12 x 60 mín einkatímar með kennara
- Fastir tímar aðra hverja viku frá 1.nóv 2021 til 10.apríl 2022
- Vídeógreining
- Æfingarplan
Verð kr. 79.990 (fullt verð kr. 120.000)
Athugið takmarkað magn er af tímum svo fyrstur kemur fyrstur fær. Eftir hverju ertu að bíða? Tryggðu þér tíma strax!
Skráning og nánari upplýsingar fer fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is eða í 6593200.