Einvígið á Nesinu – fjórir af okkar bestu kylfingum mæta til leiks

Einvígið á Nesinu – fjórir af okkar bestu kylfingum mæta til leiks

Á mánudag, 5. ágúst, verður árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins leikið - Einvígið á Nesinu 2019. Þetta er í 23. skiptið sem mótið fer fram og er að þessu sinni leikið í þágu Barnaspítala hringsins. Tíu af bestu kylfingum landsins er boðið til leiks og eru í ár þar af fjórir kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur, það eru Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir.

Einvígið verður með örlítið breyttu sniði í ár.  Höggleikskeppnin fellur niður og kylfingarnir mæta beint í Einvígið sjálft (shoot-out) sem hefst klukkan 13.00. Eins og áður fellur einn kylfingur út á hverri holu, þar til að tveir standa eftir og berjast að lokum um sigurinn á 9. braut. 

Keppendalistinn 2019 hefur aldrei verið sterkari en auk þeirra GR-inga sem taldir voru upp hér að ofan mæta þau Axel Bóasson (GK), Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Björgvin Sigurbergsson (GK), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Nökkvi Gunnarsson (NK) og Ólafur Björn Loftsson (GKG).

Reikna má með fjölmenni á Nesinu á mánudag en þetta skemmtilega mót alltaf hefur dregið að sér mjög stóran áhorfendahóp í gegnum tíðina.

Á Barnaspítalanum er veitt sérhæfð, fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri þar sem í allri þjónustu er áhersla lögð á að greina þarfir og auka vellíðan skjólstæðinga

FRUMHERJI og KEA HÓTEL eru styrktaraðilar mótsins árið 2019.   

 

Til baka í yfirlit