Evrópumótaröðin: Andri Þór og Guðmundur Ágúst komnir áfram á lokastig

Evrópumótaröðin: Andri Þór og Guðmundur Ágúst komnir áfram á lokastig

Andri Þór Björnsson GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson komust áfram á lokastig úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröð karla. Þetta varð ljóst þegar lokahring 2. stigs úrtökumóts lauk  á Desert Springs vellinum á Spáni í gær.

Fyrir mótið var ljóst að 20 efstu kylfingarnir kæmust áfram að fjórum hringjum loknum. Guðmundur Ágúst lék lokahringinn á 69 höggum og endaði jafn í 7. – 9. sæti eftir lokahring á samtals 286 höggum eða -2. Andri Þór varð jafn í 11. – 15. sæti á 288 höggum á pari eða samtals 288 höggum.  

Auk þeirra Andra og Guðmundar tók Rúnar Arnórsson þátt í úrtökumótinu á Desert Springs vellinum. Rúnar endaði mótið í 52. sæti á 10 höggum yfir pari og er því úr leik í þetta skiptið.

Hér er hægt að sjá lokastöðu og skor keppenda á Desert Springs

Til mikils er að vinna í lokaúrtökumótinu en þar verða leiknir sex hringir áður en skorið verður úr um hvaða 25 kylfingar öðlast fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð karla. Endi íslensku strákarnir ofarlega en þó ekki meðal 25 efstu er þó möguleiki á að þeir komist inn í nokkur mót á næsta ári. Þá eru einnig sæti í boði á Áskorendamótaröðinni þar sem Guðmundur er með fullan keppnisrétt en Andri Þór ekki.

Vegna veðurs frestaðist keppni hjá þeim Haraldi Franklín og Bjarka Péturssyni, þeir leika á Alenda svæðinu á Alicante verður lokahringur leikinn þar í dag.

Skor og staða keppenda á Alenda

Við óskum þeim Andra Þór og Guðmundi Ágústi til hamingju með þennan glæsilega árangur!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit