Evrópumótaröðin: íslensku kylfingarnir komust ekki í gegnum niðurskurð

Evrópumótaröðin: íslensku kylfingarnir komust ekki í gegnum niðurskurð

Andri Þór, Guðmundur Ágúst og Bjarki eru allir úr leik á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar en fjórði hringurinn var leikinn í dag. Alls eru 70 keppendur sem komast í gegnum niðurskurðinn og  miðast skorið við -4, Guðmundur Ágúst var næstur því af þremenningunum en hann lék hringina fjóra á pari sem skilaði honum í 95. sæti.

Bjarki Pétursson lauk leik á samtals +3 og skilaði sér í 120. sæti eftir fjóra hringi, Andri Þór Björnsson varð jafn í 138. sæti og lauk hringjunum fjórum á +7.

Skor og stöðu keppenda má sjá hér

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit