Evrópumótaröðin: úrtökumót 2. stigs hefst í dag, Haraldur Franklín og Birgir Leifur meðal keppenda

Evrópumótaröðin: úrtökumót 2. stigs hefst í dag, Haraldur Franklín og Birgir Leifur meðal keppenda

Úrtökumót 2. stigs Evrópumótaraðarinnar hefst á Spáni í dag og eru þeir Haraldur Franklín Magnús (GR) og Birgir Leifur (GKG) eru meðal keppenda. Haraldur Franklín keppir á Desert Springs golfvellinum og Birgir leikur á El Encin en alls er keppt á fjórum mismunandi völlum dagana 2. – 6. nóvember.

Þetta er þriðja árið í röð sem að Haraldur Franklín tekur þátt á úrtökumóti Evrópumótaraðar og hefur hann í öll skiptin komist í gegnum 1. stigið en féll úr keppni á 2. stigi bæði í fyrra og árið á undan. Birgir Leifur er eini Íslendingurinn sem hefur náð að tryggja sér rétt á Evrópumótaröðinni en hann er að taka þátt í 20. sinn á úrtökumóti.

Alls eru 75 keppendur sem taka þátt á hverjum velli næstu daga og má reikna með að 20 efstu komist áfram á lokaúrtökumótið.

Fylgjast má með skori og stöðu keppenda hér

Það verður spennandi að fylgjast með keppninni næstu daga og óskum við strákunum alls hins besta á vellinum.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit