Hin árlega Hjóna- og parakeppni GR fór fram á Korpúlfstöðum 17.júní. Mótið fylltist á mettíma enda um mjög skemmtilegt mót að ræða. Spilað var með Greensome fyrirkomulagi þar sem tveir leika saman í liði. Báðir leikmenn slá að teig og þaðan til skiptist þangað til boltinn er komin í holu. Leikmenn mættu snemma þennan þjóðhátíðardag Íslendinga og spiluðu í flottu veðri hérna á Korpunni. Veitt voru verðlaun fyrir 3 eftstu sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarsins.
Úrslitin voru eftirfarandi:
1. Eysteinn Jónsson og Rakel Þorsteinsdóttir 64 nettó
2. Ellert Þór Magnason og Ingunn Erla Ingvadóttir 65 nettó
3. Lárus Petersen og Sigrún Ólafsdóttir 65 nettó
Nándarðverðlaun
13.braut: Guðný Eysteinsdóttir 1,37 m
17.braut: Bogi Bogason 1,22 m
22.braut: Eysteinn Jónsson 1 m
25.braut: Bergsveinn Sampsted 2,28 m
Önnur úrslit úr mótinu eru hér Hjóna og para.pdf
Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskar sigurvegurum til hamingju með sinn árangur.