Félagsfundur GR laugardaginn 4. febrúar - skráning

Félagsfundur GR laugardaginn 4. febrúar - skráning

Eins og áður hefur komið fram mun Félagsfundur GR verða haldinn laugardaginn 4. febrúar, á fundinum verður farið yfir helstu niðurstöður úr könnun stefnumótunarnefndar sem send var á félagsmenn í haust.

Fundurinn mun fara fram á Korpúlfsstöðum og verður fundartíminn frá kl. 09:00 – 13:00.

Öllum félagsmönnum klúbbsins stendur til boða að mæta og taka þátt á fundinum og hvetjum við alla aldurshópa innan félagsins til að mæta.

Þeir sem hyggjast taka þátt þurfa að skrá sig til þátttöku á golf.is fyrir miðnætti fimmtudaginn 2. febrúar.

Í meðfylgjandi skjali má finna dagskrá fundarins og þeirri vinnu sem þar mun fara fram. Mælt er með að þeir félagsmenn sem hyggjast taka þátt á fundinum lesi sér til og mæti vel undirbúnir til leiks þann 4. febrúar næstkomandi.

Kær kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit