Fimmta púttkvöld kvenna var haldið á þriðjudag og varð Steinunn sigurvegari kvöldsins

Fimmta púttkvöld kvenna var haldið á þriðjudag og varð Steinunn sigurvegari kvöldsins

Það var mikið fjölmenni á fimmta púttkvöldi GR kvenna þrátt fyrir að þröngt sé á þingi vegna framkvæmda á neðri hæð þar sem fyrirhugað er að bæta til muna aðstöðu okkar GR-inga til félagsstarfs.

Völlurinn gerði sumum okkar skráveifuna en þó áttu nokkrar draumahringinn sinn. Þær Lilja Viðars og Steinunn Sæmunds áttu besta skor kvöldsins, fóru á 28 höggum 18 holurnar en Steinunn rúllaði sannarlega upp seinni 9, tók þær á aðeins 11 höggum og hlýtur því verðlaun fyrir besta skor annað púttkvöldið í röð. Til hamingju Steinunn :)

En þá að stöðunni í Púttmótaröðinni sjálfri. Með flottu skori á enn einum hringnum skaust Steinunn Sæm upp að hlið Lovísu Sigurðar í fyrsta sætið en þær eru á 112 höggum fyrir fjóra bestu hringina sína. Í þriðja sæti, aðeins tveimur höggum frá fyrsta sætinu er Signý Marta á 114 höggum og Sjöfn S Sveins og Sandra Margrét eru jafnar í fjórða sæti á höggi meira en Signý eða 115 höggum og svo kemur strollan á eftir þeim á mjög flottu skori líka svo allt getur enn gerst. Spennan er mikil, þrjú púttkvöld eru eftir og því enn tækifæri til að henda út vondum hringjum.

Hlökkum til að sjá ykkur næsta þriðjudag.

Kær kveðja,
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit