Fjölmenni á fyrsta púttkvöldi ársins hjá GR konum

Fjölmenni á fyrsta púttkvöldi ársins hjá GR konum

Það var mikið fjölmenni í Korpunni á fyrsta púttkvöldi vetrarins en 176 konur mættu til leiks sem er mikil aukning frá fyrsta kvöldinu í fyrr eða um 66%. Stemningin var góð og greinilegt að kominn var tími til að þurrka af pútternum og hefja æfingar fyrir sumarið.

Helga Ívarsdóttir fór á fæstum höggum í fyrstu umferð eða alls 26, Anna Laxdal Agnarsdóttir og Laufey V. Oddsdóttir voru jafnar á 28 höggum.

Við munum verðlauna fyrir besta skor hvers kvölds en heildarskorið telur til Púttmeistara GR kvenna sem fyrr. Á lokakvöldinu 24. mars n.k. ætlum við að verðlauna þær sem hafa verið með bestu skorin öll kvöldin.

Það er alveg ljóst að við megum búast við hörkuspennandi keppni í vetur.

Í viðhengi er staðan eftir fyrsta kvöldið, við viljum biðja ykkur að líta yfir skorið og athuga hvort það sé ekki örugglega rétt skráð, vinsamlegast látið okkur vita ef þið haldið að skráning sé ekki rétt. 

Stadan_28.jan_2020.pdf

Við viljum líka ítreka að merkja skorkortin vel og vandlega með fullu nafni og kennitölu.

Við minnum einnig þær sem eiga eftir að ganga frá greiðslu að leggja inn á reikning: 537-14-848, kt. 160672-4049 (Guðrún Óskarsdóttir). 

Sjáumst hressar í næstu viku!

Kvennanefnd

Til baka í yfirlit