Fjórði vinavöllur GR 2019 er hjá Golfklúbbi Suðurnesja

Fjórði vinavöllur GR 2019 er hjá Golfklúbbi Suðurnesja

Fjórði völlurinn í röð vinavalla fyrir golfsumarið 2019 er Hólmsvöllur í Leirunni hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbbur Suðurnesja endurnýjuðu samstarf sitt á nýjan leik árið 2017 og hafa félagsmenn verið duglegir að heimsækja Leiruna undanfarin tvö tímabil. Það er því von okkar að almenn ánægja verði meðal félagsmanna með þennan áframhaldandi kost.

Félagsmenn GR greiða kr. 2.600 í vallargjald í hvert sinn sem þeir leika á Hólmsvelli og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skal framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu Golfklúbbs Suðurnesja. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Heimasíðu Goflklúbbs Suðurnesja má finna hér

Þeir þrír vellir sem áður hafa verið kynntir sem vinavellir GR fyrir komandi golfsumar eru Hamarsvöllur Borgarnesi, Kirkjubólsvöllur Sandgerði og Svarfhólfsvöllur Selfossi.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit