Fjórum umferðum lokið í sumarmótaröð GR kvenna - staðan

Fjórum umferðum lokið í sumarmótaröð GR kvenna - staðan

Sælar kæru GR konur,

Fjórða sumarmót GR kvenna í Úrval Útsýn mótaröðinni fór fram í Grafarholtinu í í frábæru veðri þann 17. júlí. Frábærir hringir skiluðu sér í hús í þessu móti hjá mörgum okkar, Helga Friðriksdóttir fór á 41 punkti og Erla Scheving Halldórsdóttir og Margrét Karlsdóttir fóru sína hringi á 39 punktum.

Nándarmæling var á tveimur brautum:

2. braut – Lára Eymundsdóttir 6,26 m
17. braut – Halla Björk Ragnarsdóttir 2,43 m

Nú þegar fjögur mót hafa verið spiluð þá fer spennan í mótaröðinni að aukast en fjórir bestu hringirnir af sjö telja til Úrval Útsýn sumarmeistara GR kvenna 2019. Hér eftir geta kylfingar farið að losa sig við slæmu hringina.

Staðan í Úrval Útsýn mótaröðinni að loknum fjórum hringjum er þannig að Þórunn Elfa Bjarkadóttir leiðir á 144 punktum, næst henni er Kristi Jo Jóhannsdóttir með 136 punkta og í þriðja sæti er Brynhildur Sigursteinsdóttir með 135 punkta samanlagt fyrir fjóra hringi.

Hér er að finna stöðuna eftir 4. umferðir: Sumarmótaröð 2019_staðan eftir 4 mót.pdf

Næsta umferð í mótaröðinni er á Korpunni miðvikudaginn 31. júlí.

Sjáumst kátar og njótum lífsins!

Kær kveðja,
Kvennanefndin

 

Til baka í yfirlit