Footjoy - sumarmótaröð GR kvenna: staðan eftir fjórar umferðir

Footjoy - sumarmótaröð GR kvenna: staðan eftir fjórar umferðir

Fjórða umferð í Footjoy sumarmótaröð GR kvenna fór fram á Korpunni á mánudag og var lykkjan Sjórinn/Áin leikin, 67 konur skráðu sig til leiks að þessu sinni.

Efst í þessari umferð varð Sigrún Halldórsdóttir sem spilaði á 43 punktum. Í öðru sæti kom svo Íva Sigrún Björnsdóttir með 41 punkt og í þriðja sæti var Kristín Guðjónsdóttir með 40 punkta.

Næsta mánudag er frí út af Meistaramóti en við hvetjum allar konur til að skrá sig til leiks í Meistaramót, skráningafrestur er til 30 júní kl 12:00.  Fimmta umferð í sumarmótaröðinni fer svo fram í Holtinu, mánudaginn 11 júlí.

Hér má svo sjá öll úrslit úr 4. umferð

Núna þegar 4 umferðir hafa verið spilaðar er staðan í mótinu þannig að efst er Laufey Valgerður með samtals 117 punkta. Í öðru sæti er Íris Ægisdóttir á 112 punktum og í þriðja sæti eru jafnar Aðalbjörg Ársælsdóttir og Sigrún Halldórsdóttir með 107 punkta.  Hörku spenna í gangi í keppninni.

Hér er hægt að fylgjast með stöðunni í mótinu öllu

Kveðja, 
Kvennanefnd

Til baka í yfirlit