Þá fer senn að líða að lokum á þessu frábæra golftímabili sem við félagsmenn höfum átt en frá og með þriðjudeginum 1. október mun formleg lokun á starfsemi klúbbsins taka gildi. Formleg lokun felur það í sér að golfverslanir og veitingasölur klúbbsins loka á báðum völlum.
Vellir verða áfram opnir félagsmönnum á meðan veður leyfir og verða tilkynningar sendar út þegar um lokanir er að ræða. (Við bendum félagsmönnum okkar á að fara inn á golf.is og undir rástímar – þar mun vallarstjóri setja inn tilkynningu um að völlurinn sé lokaður).
Klúbbhús Korpunnar verður áfram opið svo kylfingar geti nýtt salerni og aðra aðstöðu. Púttaðastaða á 2. hæð verður einnig sett upp og geta félagsmenn nýtt sér þá aðstöðu til æfinga á stutta spilinu. Einnig bendum við golfþyrstum kylfingum á að æfingasvæði Bása er opið alla daga vikunnar og er hægt að nýta sér TrackMan Range til að halda æfingum gangandi allan ársins hring.
Klúbbhús Grafarholts verður að einhverju leyti opið svo að félagsmenn okkar komast á snyrtingu, einnig verður salernisaðstaða á 10. teig opin þar til vellir loka.
Athygli er vakin á að lokað hefur verið golfbílaumferð á Grafarholtsvelli en umferð golfbíla á Korpunni er leyfð eins og er, tilkynningar verða settar inn þegar loka þarf fyrir golfbílaumferð og hvetjum við félagsmenn til að fylgjast með því á miðlum félagsins. Umferð golfbíla verður áfram leyfð á Thorsvelli á Korpu og á það líka við um veturinn sem framundan er.
Golfklúbbur Reykjavíkur