Formleg opnun Grafarholtsvallar færð til laugardagsins 16. maí

Formleg opnun Grafarholtsvallar færð til laugardagsins 16. maí

Formleg opnun Grafarholtsvallar hefur verið færð fram til laugardagsins 16. maí og verður Korpan því eingöngu opnuð um komandi helgi. Grafarholt mun opna formlega með opnunarmóti þann 16. maí og mun skráning hefjast þriðjudaginn 12. maí kl. 13:00, skráning verður nánar auglýst síðar.

Framkvæmdir hafa staðið yfir í golfskálanum Grafarholti undanfarna mánuði og er þeirri vinnu ekki að fullu lokið og hefur þessi ákvörðun þar af leiðandi verið tekin. Við bendum félagsmönnum á að æfingaaðstaða klúbbsins í Básum og stuttaspilssvæði framan við Bása hefur verið opnað og því tilvalið að nota það til æfinga fyrir komandi tímabil.

Rástímar á Korpu verða eingöngu opnir félagsmönnum þar til Grafarholtsvöllur opnar.

Við hlökkum til að taka á móti félagsmönnum í nýju og endurbættu klúbbhúsi í Grafarholti.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit