Laugardaginn 18. janúar verður formleg opnun endurbættrar inniæfingaaðstöðu haldin fyrir félagsmenn. Opið hús verður á Korpúlfsstöðum frá kl. 11:00-14:00 þar sem boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.
Framkvæmdastjóri klúbbsins ásamt golfkennurum munu taka á móti fólki og bjóða upp á púttkennslu fyrir þá sem vilja. Útsendingar frá Golfstöðinni og enska boltanum verða sýndar á sjónvarpsskjám í veitingaaðstöðu á 1. hæð.
Þeir sem mæta hafa kost á að taka þátt í 18 holu púttmóti á nýja vellinum og verða verðlaun í golfkennslu ásamt boltakorti í Bása veitt fyrir þrjú efstu sætin.
Hlökkum til að taka á móti ykkur á laugardag!
Golfklúbbur Reykjavíkur