Frábær árangur sveita GR á Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri

Frábær árangur sveita GR á Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri fór fram dagana 14. - 16. júlí á völlum GM, GKG og GK þar  sem leikið var í 3 deildum í fyrsta sinn en mótið hefur heldur betur slegið í gegn eftir að það var sett á fyrir 4 árum.

Hver sveit er skipuð allt að 6 leikmönnum og mynda þeir 2 lið í hverri umferð þar sem 3 liðfélagar spila saman gegn jafnöldrum úr öðrum klúbbum, gefin eru stig fyrir úrslit eftir hverjar 3 holur.

Ungar sveitir GR stóðu sig frábærlega í mótinu og voru Golfklúbbi Reykjavíkur og sjálfum sér til mikils sóma.

Keppendur fengu að glíma við allar tegundir veðráttu síðastliðna þrjá daga á meðan þau kepptu við jafnaldra sína úr öðrum golfklúbbum á þremur ólíkum golfvöllum.

   

   

Í hvítu deildinni endaði Sveit GR í 2.sæti eftir mikla spennu þar sem GR og GKG voru hnífjöfn allt til enda með 4 vinninga hvor og þurfti að horfa til innbyrðisviðureignar til þess að skera úr um sæti.

Hvítu sveitina skipuðu:

Tryggvi Jónsson 

Tristan Steinbekk Björnsson 

Jóhannes Rafnar Steingrímsson

Hjalti Kristján Hjaltason

Pamela Ósk Hjaltadóttir

Pétur Ófeigur Bogason 

   

   

Í Gulu deildinni lauk sveit GR leik í 5. sæti með 2 stig í jöfnum riðli 

Sveitina skipuðu:

Ingimar Jónasson 

Grímur Arnórsson 

Þráinn Karlsson 

Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir 

Ninna Þórey Björnsdóttir 

Eiríka Malaika Stefánsdóttir 

   

   

Í Bláu deildinni tryggði sveit GR sér þriðja sætið 

Sveitina skipuðu:

Heimir Krogh Haraldsson 

Sverrir Krogh Haraldsson 

Benedikt Líndal Heimisson 

Margrét Jóna Eysteinsdóttir 

Erna Steina Eysteinsdóttir

Ragna Lára Ragnarsdóttir

 

Við óskum kylfingunum sem tóku þátt til hamingju með frábæra frammistöðu og viljum um leið þakka foreldrunum sérstaklega fyrir að leggja okkur lið með liðstjórn, aðstoð og skipulag á meðan mótinu stóð, án ykkar hjálpar hefði mótið klárlega ekki tekist eins vel til .

 

Áfram GR!

Til baka í yfirlit