Sælar kæru GR konur,
Frábær mæting var í Korpuna í gærkvöldi á annað púttkvöld okkar GR kvenna á þessum vetri, 165 konur mættu til leiks sem er 67% aukning frá sama kvöldi í fyrra.
Þrjár konur voru á besta skori kvöldsins, 27 höggum, þær Stella María, Sigrún Hallgrímsdóttir og Ragnheiður Víkingsdóttir. Þar sem það voru þrjár jafnar að þessu sinni var horft til seinni 9 holanna og þar var Ragnheiður Víkingsdóttir með betra skor.
Næsta púttkvöld verður n.k. þriðjudag 11. febrúar, hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.
Við minnum á að mótið byrjar kl. 17:30 og lýkur 20.30.
Hér má sjá stöðuna eftir 2. umferð - Stadan_4.feb_2020.pdf
Við viljum líka ítreka að merkja skorkortin vel og vandlega með fullu nafni og kt.
Það er ljóst að við GR konur komum ákafar til leiks á þessu ári og ætlum okkur stóra hluti í golfinu. Mest er þó um vert að hittast og halda hópinn, spjalla og spá og það gerum við á púttkvöldunum
Einnig viljum við minna þær sem eiga eftir að greiða að ganga frá greiðslum: 537-14-848, kt. 160672-4049 (Guðrún Óskarsdóttir) kr. 4.000
Kærar kveðjur,
Kvennanefndin