Eins og fram kom á miðlum félagsins fyrir nokkru þá samþykkti stjórn GR að ráðast í þrjár stórframkvæmdir á komandi ári. Markmið okkar er að hefja framkvæmdir á vormánuðum.
Þessi verkefni eru:
- Nýtt íþróttahús við Bása með aðstöðu fyrir golfherma, vipp og pútt.
- Þjónustubygging við hlið Bása með aðstöðu fyrir vélar og starfsfólk vallarins.
- Fyrsti áfangi í endurbyggingu vallarins í Grafarholti.
Þetta er stór áfangi hjá GR og mun aðstaða félagsmanna til þess að stunda golfíþróttina allt árið um kring batna til mikilla muna.
Á forsíðu grgolf.is er hlekkur á myndband sem kynnir þessar framkvæmdir betur. Í framhaldi verður svo send út skoðanakönnun til þess að kanna hug félagsmanna.
Kær kveðja
Stjórn GR