Ágætu félagsmenn,
Á aðalfundi félagsins í desember voru kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir í klúbbhúsinu okkar á Korpúlfsstöðum, breytingar þessar eiga eftir að vera mikil umbót á aðstöðu félagsmanna. Undirbúningsvinna hefur verið í gangi að undanförnu og styttist í að hafist verði handa við framkvæmdir. Ljóst er að kostnaður sem fylgir slíkum framkvæmdum er mikill og því langar mig að óska eftir sjálfboðaliðum í þetta skemmtilega verkefni. Til að byrja með þá óska ég sérstaklega eftir rafvirkja og smið í mikilvæg verkefni til að koma þessu af stað.
Áhugasamir eru beðnir um að senda mér póst á netfangið omar@grgolf.is
Með von um jákvæð viðbrögð
Ómar Örn Friðriksson,
Framkvæmdarstjóri