Líkt og undanfarnar vikur þá skein sumarsólin skært í dag á þátttakendur í 85 ára afmælismóti GR sem haldið var í samvinnu við Sierra Golf Resort í Póllandi. Mótið var leikið á Korpunni og voru leiknar lykkjurnar Sjórinn/Áin. Leikin var punktakeppni og voru það fimm efstu í karla- og kvennaflokki sem unnu til verðlauna. Iouri Zinoviev varð efstur í karlaflokki, lék á 45 punktum en í kvennaflokki varð Hrund Sigursteinsdóttir efst á 39 punktum. Með sigrinum hafa þau Iouri og Hrund unnið sér inn 7 daga dvöl fyrir tvo hjá Sierra Golf Resort og óskum við þeim til hamingju með það.
Önnur úrslit í mótinu urðu þessi:
Punktakeppni - karlar
- Iouri Zinoviev – 45 punktar
- Jón Helgi Þórarinsson – 43 punktar
- Ari Stefánsson – 41 punktur
- Ívar Þór Þórisson – 39 punktar (betri á seinni 9)
- Guðmundur Brynjólfsson – 39 punktar
Punktakeppni - konur
- Hrund Sigurhansdóttir – 39 punktar
- Þórkatla Aðalsteinsdóttir – 38 punktar
- Nína Vigdísard. Björnsdóttir – 37 punktar
- Þóra Björg Helgadóttir – 37 punktar
- Margrét Markúsdóttir – 35 punktar (betri á seinni 9)
Nándarverðlaun
3.braut - Rudolf Nielsen, 7,32 m
6.braut - Jóhannes Ragnar Ólafsson, 85,5 cm
9.braut - Ragnar Ólafsson, 1,92 m
13.braut - Símon Kristjansson, 9,5 cm
17.braut - Jón Helgi Þórarinsson, 1,68 m
Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskar vinningshöfum til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga úr mótinu á skrifstofu klúbbsins eftir kl. 13:00 á mánudag, 3. júní.