Fyrsta opna mót sumarsins á sunnudag - Opna Air Iceland Connect

Fyrsta opna mót sumarsins á sunnudag - Opna Air Iceland Connect

Á sunnudag verður fyrsta opna mót sumarsins hjá Golfklúbbi Reykjavíkur haldið - Opna Air Iceland Connect. Mótið verður haldið á Korpúlfsstaðarvelli og verður ræst út af öllum teigum samtímis kl. 09:00, þátttakendur mæta kl. 08:00 og fá sér léttan morgunverð áður en mót hefst.

Sá hluti Korpúlfsstaðavallar sem leikinn verður er Áin/ Landið. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Leikið er í tveimur flokkum. Flokki 0–8,4 og 8,5 og hærra. Hámarksforgjöf karla er gefin 24 og 28 hjá konum. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor. Að auki verða veitt nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarsins.

Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 5. júní kl.12:00, á www.golf.is - ganga þarf frá greiðslu við skráningu. Skráningu í mótið lýkur laugardaginn 9. júní kl.16:00.

Verðlaun í Opna Air Iceland Connect:

Flokkur 0 – 8,4
1. Evrópuferð með Icelandair fyrir tvo
2. Inneignarbréf að upphæð kr. 60.000 hjá Air Iceland Connect
3. Inneignarbréf að upphæð kr. 40.000 hjá Air Iceland Connect

Flokkur 8,5 – hærra
1. Evrópuferð með Icelandair fyrir tvo
2. Inneignarbréf að upphæð kr. 60.000 hjá Air Iceland Connect
3. Inneignarbréf að upphæð kr. 40.000 hjá Air Iceland Connect

Besta skor - Inneignarbréf að upphæð kr. 80.000 hjá Air Iceland Connect og golfhringur fyrir fjóra á völlum GR

Nándarverðlaun:
13. braut – Inneign að upphæð kr. 25.000 hjá Air Iceland Connect
17. braut – Inneign að upphæð kr. 25.000 hjá Air Iceland Connect
22. braut – Inneign að upphæð kr. 25.000 hjá Air Iceland Connect
25. braut – Inneign að upphæð kr. 25.000 hjá Air Iceland Connect

Að loknu móti verður verðlaunaafhending og léttar veitingar í boði Air Iceland Connect. Dregið verður úr skorkortum samhliða verðlaunaafhendingu.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Air Iceland Connect.

Til baka í yfirlit