Fyrsta sumarbingó eldri kylfinga haldið á miðvikudag

Fyrsta sumarbingó eldri kylfinga haldið á miðvikudag

Fyrsta sumarbingó 70 ára og eldri kylfinga klúbbsins verður haldið næstkomandi miðvikudag, 26. maí á annari hæð Korpu og hefst stundvíslega kl. 11:00. Þátttökugjald er kr. 500 sem greiðist á staðnum og verða veglegir vinningar í boði.

Bingónefndin hvetur eldri kylfingar klúbbsins til að mæta og taka þátt í þessum frábæra félagsskap og gleðjast saman yfir kaffi og bingó.

Hlökkum til að sjá sem flesta næsta miðvikudag!

 

Til baka í yfirlit