Þriðjudaginn 1. júní verður Golfmót öldunga haldið á Korpunni, 9 holum, lykkja mótsins verður Áin og verður ræst út frá kl. 08:00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og höggleikur. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna auk þess verða verðlaun veitt fyrir besta skor karla og kvenna. Nándarverðlaun verða á par 3 holum vallarins og verða þau veitt bæði í karla og kvennaflokki.
Skráning í mótið stendur nú yfir á Golfbox - mótsgjald er kr. 1.000 og greiðist við skráningu.
Hlökkum til að sjá ykkur á þriðjudag!
Kveðja,
Mótsnefnd