Gaman í golfi – golfnámskeið með atvinnukylfingum

Gaman í golfi – golfnámskeið með atvinnukylfingum

Atvinnukylfingarnir Andri Þór og Haraldur Franklín eru að fara stað með golfnámskeið. Á námskeiðunum vilja þeir bæði kenna kylfingum tæknileg atriði og einnig leiðbeina þeim hvernig er hægt að æfa sig markvisst og skipuleggja golfæfingar betur.

Reynsla þeirra er sú að kylfingar vita í raun ekki alveg hvernig hægt er að nýta tímann við æfingar sem best, öðruvísi en að lemja bara 100 kúlum áfram. Allir eru velkomnir á námskeiðin, sama hver forgjöfin er. En þeir kylfingar sem hafa einhver markmið í golfi, eins og að lækka forgjöfina eða lækka skorið gætu sérstaklega hagnast af þessu námskeiði.

Námskeiðin verða alls 6 talsins, 3 tímar í senn og er hvert námskeið er tvískipt. Fyrri hlutinn fer fram við æfingaflötina á Korpúlfsstöðum (ef að veðrið of slæmt þá er hægt að færa sig inn), þessi hluti er 2 klst. og er aðallega hugsaður til að bæta stutta spilið. Seinni hlutinn (1 klst.) fer fram morguninn eftir þar sem hópurinn hittist í Básum og farið verður yfir sveifluna og æfingar sem tengjast sveiflunni.

Gaman í golfi - golfnámskeið.pdf

Verð á námskeiðið pr. kylfing eru kr. 12.000 og fer skráning fram í gegnum netfangið gamanigolfi@gmail.com  

Höfum gaman í golfi!

Til baka í yfirlit