Garðavöllur áttundi vinavöllur félagsmanna á komandi sumri

Garðavöllur áttundi vinavöllur félagsmanna á komandi sumri

Garðavöllur á Akranesi verður áfram vinavöllur okkar GR-inga og er hann því áttundi vinavöllurinn sem félagsmenn geta nýtt sér á komandi sumri. Garðavöllur er án efa með betri keppnisvöllum landsins og hefur verið með vinsælli vinavöllum félagsmanna GR um árabil.

Þetta er fimmtánda árið sem klúbbarnir halda vinavallasamstarf eða allt frá árinu 2004 og hefur það samstarf alltaf gengið vel. Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá Golfklúbbnum Leyni þar sem glæsileg 1000 m2 frístundamiðstöð hefur verið tekið í notkun og óskar Golfklúbbur Reykjavíkur vinum sínum hjá Leyni til hamingju með þann áfanga.

   

Sömu reglur gilda áfram, líkt og undanfarin ár, félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur greiða kr. 2.400 í vallargjald í hvert sinn er þeir leika Garðavöll og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skal framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Með góðri kveðju, 
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit