Glæsileg skor í 4. umferð ECCO púttmóts

Glæsileg skor í 4. umferð ECCO púttmóts

Glæsileg skor litu dagsins ljós á fimmtudag í ECCO púttmótaröðinni en þó ekkert eins og hjá Ragnari Ólafssyni sem lék á 50 höggum sem er með ólíkindum, 22 holur á einu höggi af 36 !!!

Almennt voru menn að skora betur en í umferðunum á undan. Kannski er mönnum að fara svona fram eða nýju gripin hans Skúla að skila sér í betra skori.

Það er alveg meiri háttar að hafa svona þjónustu fyrir þátttakendur eins og Skúli veitir á sanngjörnu verði – áfram Skúli.

Besta skor sem hefur litið dagsins ljós á púttmótaröðinni frá upphafi á Kristján Ólafsson, 49 högg og Jón Þór Einarsson 50 högg sama kvöldið 2015 og svo nú bættist Ragnar Ólafsson í hópinn og verður verðlaunaður fyrir vikið með besta skor fjórðu umferðar.

Annars er þetta bara rosa gaman og öskrandi spennandi.

Skorkortin
En þá er það alvaran. Það þarf að vanda sig er fylla á út skorkortin. Flest skorkortin eru til fyrirmyndar en svo koma nokkur sem ekki eru alveg að gera sig.
Regla nr. 1 að merkja nr. liðs á skorkortið og nöfn leikmanna eða skammstöfun skýrum stöfum. En þetta lögum við allt í næstu umferð, eða hvað?

Úrslitin, sem fylgja alltaf þessum pistlum mínum, eru í Excel-skjali og til að opna það verður að smella á „Enable Macros“ og þá á skjalið að opnast.

Annars bara kátur.

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 4. umferð.


Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit