Glæsilegir ferðavinningar í Opna Heimsferðir – mótið stendur til 6. júlí

Glæsilegir ferðavinningar í Opna Heimsferðir – mótið stendur til 6. júlí

Á mánudag fór Golfklúbbur Reykjavíkur af stað með nýtt opið mót, Opna Heimsferðir. Um er að ræða opið mót sem stendur yfir í nokkra daga og geta kylfingar úr öllum klúbbum tekið þátt. Upphaflega átti mótið að standa til sunnudagsins 1. júlí en ákveðið hefur verið að framlengja til föstudagsins 6. júlí.

Glæsilegir ferðavinningar til Morocco og Spánar eru veittir fyrir sex efstu í punktakeppni og tvö efstu sætin í höggleik. Verðmæti vinninga er kr. 700.000 kr. og verður afhending verðlauna frekar kynnt fyrir mótslok.

Punktakeppni:

  1. Morocco: Iberostar Founty Beach Agadir, 7 nætur fyrir 2 í double herbergi. Allur matur innifalinn.
  2. Spánn: La Sella Golf Resort, 1x gjafabréf, 4 nætur með morgunverð, 2x aðgangur að Spa & 2 dagar í ótakmarkað golf
  3. Spánn: La Sella Golf Resort, 1x gjafabréf, 3 nætur með morgunverð, 2x aðgangur að Spa & 2 dagar í ótakmarkað golf
  4. Spánn: La Sella Golf Resort, 1x gjafabréf, 2 nætur með morgunverð, 2x aðgangur að Spa & 2 dagar í ótakmarkað golf
  5. Spánn: La Sella Golf Resort, 1x gjafabréf, 2 nætur með morgunverð, 2x aðgangur að Spa & 2 dagar í ótakmarkað golf
  6. Spánn: La Sella Golf Resort, 1x gjafabréf, 2 nætur með morgunverð, 2x aðgangur að Spa & 2 dagar í ótakmarkað golf


Höggleikur:

  1. Spánn: Iberostar Andalucia Playa 3 nætur fyrir 2 í double herbergi með morgunverð & 2 dagar í ótakmarkað golf
  2. Spánn: La Sella Golf Resort, 1x gjafabréf, 2 nætur með morgunverð, 2x aðgangur að Spa & 2 dagar í ótakmarkað golf

Nándarverðlaun alla dagana:  Gullkort í Bása að verðmæti 5.950 kr.       

Skráning fer einungis fram í rástímaskráningu á golf.is. Gefa þarf upp nafn og kennitölu og ganga frá  mótsgjaldi, kr. 3.000, í golfbúð áður en leikur hefst. Að hring loknum skila keppendur skorkorti í þar til gerðan skorkortakassa sem staðsettur verðu í golfbúðinni á opnunartíma eða í sama kassa í matsal að hring loknum. Hver kylfingur getur leikið einn hring í mótinu.

Hvetjum alla kylfinga til að taka þátt!

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Heimsferðir

 

Til baka í yfirlit