Glæsilegt tilboð til félagsmanna - gisting á Hótel Hamri

Glæsilegt tilboð til félagsmanna - gisting á Hótel Hamri

Í tilefni af samtarfi Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbs Borgarness sem kynnt var fyrr í vikunni ætlar Icelandair Hótel Hamar að bjóða félagsmönnum upp á glæsilegt vetrar- og vortilboð. Tilboðið gildir fyrir tvo í gistingu og morgunverðverðahlaðborð ásamt aðgangi að heitum pottum og gufu, aðeins kr. 15.000.

Tilboðið gildir til 31. maí og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér þetta frábæra tilboð til að kynna sér þá aðstöðu sem vinavöllur okkar í Borgarnesi hefur tekið í notkun.

Til baka í yfirlit