Nú hafa 4. og 5. umferð verið leiknar í Golfa.is – Púttmótaröð GR kvenna og er staðan mjög jöfn fyrir lokaumferð sem leikin verður miðvikudaginn 1. mars.
Stöðuna fyrir lokaumferð má sjá í meðfylgjandi skjali en efstar eru Alda Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Sólveig Pétursdóttir, jafnar í 1. – 2. sæti. Í 3. – 5. sæti eru það svo þær Kristi Jo, Þórunn Guðmundsdóttir og Bertha Kristín Jónsdóttir sem eru jafnar.
Golfa.is-Púttmótaröðin_2023.xlsx-staðan-eftir-5-mót-1.pdf
Í næstu viku er lokakvöld púttmótaraðarinnar. Verðlaun verða veitt fyrir 1.-3. sæti, verði staðan jöfn eftir 6. umferð þá er rétt að fara yfir hvernig úrslit verða ákveðin. Seinni 9 holur eru skoðaðar, sú sem spilar þær á færri höggum vinnur. Séu seinni 9 jafnar þá skoðum við síðustu 6 og svo síðustu 3. Dugi það ekki verður sami háttur hafður á fyrri 9.
Vonumst til að sjá sem flestar á lokakvöldinu 1. mars.
Kær kveðja,
Kvennanefnd GR