Golfbílar leyfðir í Grafarholti

Golfbílar leyfðir í Grafarholti

Opnað hefur verið fyrir golfbílaumferð á Grafarholtsvelli frá og með deginum í dag, 12. júní. Þar sem ástand vallarins hefur verið blautt og hann viðkvæmur hefur ekki verið hægt að hleypa umferð golfbíla af stað fyrr en nú.  

Völlurinn er enn mjög viðkvæmur vegna bleytu og viljum við benda félagsmönnum okkar og öðrum kylfingum á að ganga sérstaklega vel frá bolta- og kylfuförum þar sem þau verða.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit